Hvalfjarðargöng lokuð til klukkan 14 í dag

Vegna umferðaróhapps sem varð fyrir hádegi í dag, verða Hvalfjarðargöng lokuð til um kl. 14 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Rúta og fólksbíll sem kom úr gagnstæðri átt lentu í árekstri. Einungis ökumenn voru í bílunum. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var vegna slyssins, eins og ætíð þegar óhöpp af þessu tagi verða í jarðgöngum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir