Úrslit frá Vesturlandsmóti í skotfimi

Laugardaginn 28. apríl var haldið árlegt Vesturlandsmót í loftgreinum í inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Keppt var í loftskammbyssu karla og kvenna, loftrifflum karla og kvenna og í skammbyssu og riffli í unglingaflokkum kvenna. „SkotVest þakkar mótanefnd og þátttakendum kærlega fyrir þáttökuna,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Helstu úrslit Vesturlandsmótsins voru eftirfarandi:

 

Loftskammbyssa karla

Elías M. Kristjánsson, SKA

Þórður Ívarsson, SA

Ingvi Eðvarðsson, SK

Elías er Vesturlandsmeistari í loftskammbyssu og vann mótið.

 

Loftskammbyssa kvenna

Jórunn Harðardóttir, SR

Bára Einarsdóttir, SFK

Þorbjörg Ólafsdóttir, SA

 

Loftskammbyssa, unglingaflokkur kvenna

Sóley Þórðardóttir, SA

Sigríður Láretta Þorgilsdóttir, SA

 

Loftriffill karla

Guðmundur H. Christensen, SR

Þórir Kristinsson, SR

Þorsteinn Bjarnason, SR

Einnig keppti Björn G. Hilmarsson, SKA og er hann því Vestulandsmeistari.

 

Loftriffill kvenna

Jórunn Harðardóttir, SR

Bára Einarsdóttir, SFK

Guðrún Hafberg, SFK

 

Loftriffill, unglingaflokkur kvenna

Viktoría Bjarnason, SR

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira