Svipmyndir frá niðurrifi dagsins

Áfram heldur niðurrif efnisgeymslu Sementsverksmiðjunnar við Faxabraut á Akranesi. Í morgun var búið að taka efnið af Faxabrautinni sem notað hefur verið sem pallur fyrir stórvirkar vinnuvélar svo þær nái til lofts í byggingunni. Akfært er því orðið um götuna, en hún þó enn lokuð fyrir almennri umferð. Meðfylgjandi myndir tók Daníel B.J. Guðrúnarson á ferð sinni um svæðið í morgun og leyfum við þeim að tala sínu máli.

 

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir