Helena Ólafsdóttir

„Stærsta markmiðið að gera betur en í fyrra“

ÍA hafnaði í 5. sæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu að loknu síðasta sumri eftir fall úr efstu deild árið áður. Helena Ólafsdóttir er nú að hefja sitt annað keppnistímabil sem þjálfari liðsins. Hún segir eftirvæntingu ríkja fyrir sumrinu. „Sumarið leggst vel í okkur þjálfarana. Tíminn sem búið er að bíða eftir í allan vetur er að renna upp, við hlökkum til og erum þokkalega bjartsýnar á sumarið,“ segir Helena í samtali við Skessuhorn. „Stelpurnar hafa lagt hart að sér í vetur og við höfum unnið í ýmsum hlutum. Við leggjum áherslu á að liðið sé í góðu standi, leikmenn í góðu líkamlegu formi. Einnig höfum við unnið töluvert í varnarleiknum í vetur. Við vorum meðvitaðar um það eftir síðasta mót að við fengum of mörg mörk á okkur. Því hefur markvisst verið unnið í varnarleiknum, ásamt því að slípa aðra hluti,“ segir Helena.

Liðið hefur ekki gengið í gegnum miklar mannabreytingar en það er einmitt í vörninni þar sem breytingar hafa orðið. Hulda Margrét Brynjarsdóttir og Birta Stefánsdóttir, miðvarðapar síðasta sumars, verða ekki með liðinu á komandi tímabili. „Þess vegna höfum við þurft að þjálfa nýja leikmenn upp. Við erum ánægðar með stelpurnar sem komu inn í hafsentinn í staðinn en auðvitað hafa þær þurft smá tíma til að venjast því að spila með hvorri annarri,“ segir Helena. „Síðan ákvað Katrín María Óskarsdóttir markvörður að taka sér frí og við þurftum að sækja markmann. Við töldum ekki eðlilegt að láta kornungan leikmann úr 2. flokki taka á sig alla ábyrgðina og að auki standa eina í því. Þess vegna fengum við Tori Ornela, sem spilaði með Haukum í fyrra, til liðs við okkur. Hún hefur komið virkilega vel inn í liðið,“ bætir hún við.

Sjá nánar Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.