Maríanna að snyrta hundinn sinn hana Stjörnu.

Lét rætast langþráðan draum um að gerast hundasnyrtir

Maríanna Filipa Cabrita er fædd og uppalin á Akranesi og hefur búið þar alla tíð. Sambýlismaður hennar er Arnoldas Lucun sem flutti til Íslands frá Litháen fyrir átta árum og saman eiga þau Armand Þór Arnoldsson, tíu mánaða. Maríanna segir það alltaf hafa verið hennar draum að geta lifað af því að vinna með dýrum. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að láta þann draum verða að veruleika en hún hyggst opna hundasnyrtistofu á Akranesi. Við heimsóttum Maríönnu og fengum að heyra nánar um áform hennar varðandi snyrtistofuna. Hundar hafa alltaf spilað stórt hlutverk í lífi Maríönnu en hún ólst upp með nokkrum litlum ferfætlingum sem mamma hennar ræktaði. „Ég hef átt hunda frá því ég var sjö ára og mér líður best innan um dýr og þá sérstaklega hunda. Dýrin gefa mér bara eitthvað sem fólk getur ekki gefið. Mig dreymir um að vera alltaf umvafin hundum,“ segir Maríanna brosandi.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir