Hjónin með skjal um vottunina. Á milli þeirra stendur Snorri starfsmaður Vakans.

Go West hlýtur vottun Vakans

Go West / Út og vestur á Snæfellnesi hefur nú fengið vottun Vakans, sem er gæðavottunarkerfi í ferðaþjónustu sem snýr að öllum þáttum þjónustu við ferðamenn nema gistingu. Þau fyrirtæki sem taka þátt í Vakanum njóta liðsinnis starfsfólks Vakans við að taka út reksturinn á grundvelli ítarlegra gæðaviðmiða, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara. Sífellt bætist á landsvísu í hóp fyrirtækja sem öðlast gæðavottun, en engu að síður eru þau hlutfallslega fá enn sem komið er á Vesturlandi.

Það eru hjónin Þuríður Maggý Magnúsdóttir og Jón Jóel Einarsson sem reka Út og vestur ehf. Þau bjóða upp á svokallaða hreyfiútivist; gönguferðir, hjólreiðar, siglingar og þess háttar og hafa byggt fyrirtækið á þeirri grunnhugmynd að bjóða upp á umhverfisvænan ferðamáta sem þau sjálf hefðu kosið að ferðast eftir og hrífa aðra með sér á þann hátt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir