Hér er horft til norðurs yfir frumhönnun mannvirkja við Smiðjuvelli. Teikning: ASK arkitektar.

Framkvæmdir fyrir fimm milljarða á teikniborðinu

Fyrirtækið Uppbygging ehf. hefur keypt um tveggja hektara land við Smiðjuvelli á Akranesi og áformar að byggja þar allt að 17 þúsund fermetra blandað verslunar- og þjónusturými. Tillögur hafa verið kynntar fyrir skipulagsyfirvöldum hjá Akraneskaupstað og hefst vinna við deiliskipulag í framhaldinu. Gert er ráð fyrir að byggingar á svæðinu verði 6-8 sem myndi umgjörð um 200-250 bílastæði, samanber meðfylgjandi frumhönnun sem ASK arkitektar hafa unnið. Framkvæmdin í heild mun kosta um fimm milljarða króna og taka um fimm ár.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir