Ása Hólmarsdóttir formaður hestamannafélagsins Dreyra.

Líkir væntanlegum aðstöðumun hestafólks í Dreyra við byltingu

Þriðjudaginn 1. maí voru tímamót hjá Hestamannafélaginu Dreyra. Þá var skrifað undir samning um byggingu nýrrar reiðhallar á svæði félagsins á Æðarodda við Akranes. Félagið er nú eitt fjögurra hestamannafélaga í landinu sem enn er án reiðhallar eða annarrar aðstöðu til tamningar og þjálfunar. Hin þrjú félögin eru öll fámennir klúbbar í samanburði við Dreyra. Akraneskaupstaður verður eigandi reiðhallarinnar, en hún verður byggð fyrir um sextíu milljóna króna framlag frá Akraneskaupstað auk afsláttar af gatnagerðargjöldum, tíu milljóna króna framlag kemur frá Hvalfjarðarsveit auk vinnuframlags frá félögum í hestamannafélaginu. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er um 97 milljónir króna, ef gatnagerðargjöld eru talin með. Til stendur að byggja 1125 fm. límtréshús og á það að vera tilbúið eftir eitt ár.

Skessuhorn hitti að máli Ásu Hólmarsdóttur, formann Dreyra, og ræddi við hana um þær framkvæmdir sem framundan eru. Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir