Í átthagafræði í GSNB fá nemendur að kynnast umhverfi sínu

Átthagafræði hefur verið fastur liður í skólastarfi Grunnskóla Snæfellsbæjar síðastliðin átta ár. Föstudaginn 20. apríl sl. var opnuð heimasíða fyrir átthagafræðina, www.atthagar.is, þar sem er að finna námskrá og allar helstu upplýsingar um átthagafræðikennslu í skólanum. „Við viljum að nemendur kynnist samfélaginu sem þeir búa í og því var tekin ákvörðun um að fara út í skipulagða átthagafræðikennslu hjá öllum árgöngum skólans. Fyrsta námskráin var tekin í notkun árið 2010 og hefur hún verið í stöðugri þróun síðan. Í dag er búið að setja upp nákvæmt skipulag um hvaða viðfangsefni eru tekin fyrir hjá hverjum árgangi,“ segir Svanborg Tryggvadóttir kennari í Grunnskóla Snæfellbæjar í samtali við Skessuhorn.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er rætt við Svanborgu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir