Ásbyrgi heimsótti Lavaland

Það var mikið fjör á vinnustofunni hans Togga í Lavaland í Grundarfirði þegar ljósmyndari Skessuhorns rak inn nefið síðasta laugardag. Þá voru góðir gestir frá Ásbyrgi í Stykkishólmi í heimsókn og var Toggi að sýna þeim hagnýt handtök í fínsmíði. Gríðarleg einbeiting var í loftinu og gleðin skein úr hverju andliti þarna inni. Í Ásbyrgi er rekin dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu og fá starfsmenn aðstoð við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku. Thor Kolbeinsson eigandi Lavalands hefur fengið þau í heimsókn einu sinni til tvisvar á ári undanfarin misseri með góðum árangri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir