Þórey Jónsdóttir er hér að afhenda Ágústu og Guðmundi lyklana. Með þeim á myndinni er Hallberg Helgi sonur þeirra. Ljósm. tfk.

Líkamsræktin í Grundarfirði skiptir um eigendur

Fyrir rúmlega níu árum hóf Líkamsræktin starfsemi sína í Grundarfirði en samfélagið hafði þá kallað eftir slíkri þjónustu. Það voru hjónin Ásgeir Ragnarsson og Þórey Jónsdóttir sem keyrðu þetta verkefni í gang og viðtökurnar voru góðar. Nú hálfu tíunda ári síðar var kominn tími á breytingar. Líkamsræktin var auglýst til sölu og hefur ungt og kraftmikið par fest kaup á ræktinni. Það eru þau Guðmundur Njáll Þórðarson og Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir sem taka við keflinu. Líkamsræktin mun verða rekin í sömu mynd til að byrja með en svo er aldrei að vita nema eitthvað bætist við eða breytist eftir því sem á líður, að sögn þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir