Hjólar hringinn til að vekja athygli á álfasölu SÁÁ

Arnór Gauti Helgason, kokkur á Sjúkrahúsinu Vogi, er þessa dagana að hjóla hringinn um landið til að vekja athygli á álfasölu SÁÁ sem hefst 15. maí nk. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn. Planið er að hjóla hringinn á sjö dögum og taka myndir/selfie af álfinum á öllum helstu bæjarskiltum landsins. Þrátt fyrir erfið veðurskilyrði er Gauti á áætlun og lætur ekkert stoppa sig, segir í tilkynningu frá SÁÁ. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur á föstudaginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir