Magnús Óskarsson, Ólafur Óskarsson og Elvar Már Sturlaugsson starfa á Bílás.

Fjölmargir prufukeyrðu bíla á afmæli Bíláss

Bílasalan Bílás á Akranesi er 35 ára um þessar mundir. Af því tilefni var opið hús og bílasýning síðastliðinn laugardag. Þeir bræður Ólafur og Magnús Óskarssynir hafa rekið bílasöluna frá upphafi. Þeir voru hæstánægðir með viðtökur en um fimmtíu manns nýttu tækifærið og prufukeyrðu nýja bíla sem voru til sýnis og sölu. Þá voru margir að auki sem nýttu sér grillaðar pylsur og annan viðurgjörning í tilefni dagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir