Búið að reisa vallarhús við Ólafsvíkurvöll

Framkvæmdir við byggingu vallarhúss við Ólafsvíkurvöll eru í fullum gangi sem og við völlinn sjálfan og er allt kapp lagt á að hann og húsið verði tilbúið sem fyrst. Veðrið hefur þó aðeins verið að stríða þeim sem að verkinu koma. Búið er að reisa vallarhúsið og þegar þetta er skrifað er vonast til þess að þakið komist á sem fyrst. Inni í vallarhúsinu verður allt rafmagn og vatn ásamt stjórnborðum sem tengjast gervigrasinu. Þar inni verða einnig geymd öll áhöld, boltar og annað sem nota þarf á knattspyrnuæfingum. Einnig verður sópurinn fyrir gervigrasið geymdur þar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir