
Almenn svartsýni um gengi íslenska atriðisins
Í síðustu viku var spurt hér á vef Skessuhorns hvort Ari Ólafsson kæmist með framlag Íslands upp úr undanúrslitum í Eurovisionkeppninni, en fyrri umferð hennar fer fram í kvöld í Lissabon í Portúgal. Svarendur voru harla svartsýnir á árangur. 51% sögðu Ara örugglega ekki komast áfram og 24% að hann kæmist sennilega ekki áfram, eða samtals 75%. 10% svarenda sögðu að Ari kæmist sennilega upp úr undanúrslitunum og 9% voru bjartsýnastir og sögðu hann örugglega komast áfram. 6% svarenda voru ekki vissir.
Að svo búnu er ekkert annað í stöðunni en óska Ara Ólafssyni góðs gengis í kvöld.