Vorið er komið og grundirnar snjóa!

Það var ekki vorlegt um að lítast í Grundarfirði fimmtudaginn 3. maí síðastliðinn frekar en annarsstaðar á landinu. Hvít snjóþekja yfir öllu og stemningin frekar eins og á köldum febrúardegi frekar en á fögrum vordegi. Það stöðvaði þó ekki þennan ferðalang að skella sér í útilegu. Enda kannski engin ástæða til að láta kalt veður stöðva sig ef maður hyggur á ferðalag á annað borð. Þessi ferðalangur var að minnsta kosti búinn að tengja við rafmagn og líklega búinn að kynda vel og hefur eflaust haft það notalegt í þessum forláta húsbíl.

Líkar þetta

Fleiri fréttir