Vorgleði haldin í Grundarfirði á föstudaginn

Fyrir nokkrum árum tíðkaðist það að halda svokallaða Vorgleði í Grundarfirði. Þá tóku sig saman grundfirskir tónlistarmenn og söngvarar og héldu skemmtun í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Síðast var haldin vorgleði árið 2005 en þá gekk hún svo vel að hún fór í útrás og var flutt á Broadway í Reykjavík síðar sama ár, þar sem Grundfirðingar skemmtu fyrir fullum sal af fólki. En eftir það lagðist þessi hefð af og hefur ekki verið haldin vorgleði síðan þá.

Nú á að endurvekja vorgleðina og hafa tónlistarmenn og söngvarar bæjarins verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Herlegheitin verða haldin í Samkomuhúsi bæjarins föstudaginn 11. maí næstkomandi. Þar verður hlaðborð frá Bjargarsteini áður en skemmtiatriðin hefjast og ljóst að það verður mikið fjör þarna. Fyrir áhugasama er skráning á gleðina í fullum gangi á netfanginu tomasfreyr@gmail.com

Líkar þetta

Fleiri fréttir