Ungur og efnilegur skylmingamaður keppir fyrir Íslands hönd

Daníel Þór Líndal Sigurðsson stefnir á að keppa fyrir Íslands hönd í skylmingum með stungusverði á sumarólympíuleikunum í París árið 2024. Daníel er fæddur í London árið 2001 en er nú búsettur ásamt foreldrum sínum og yngri bróður í Belfast á Norður-Írlandi. Foreldrar hans eru Sigurður Sævarsson og Skagakonan Ásdís Líndal. Daníel hefur æft skylmingar frá árinu 2012 þegar Ísak bróðir hans sannfærði hann um að koma með sér á æfingu. „Ísak var mikið fyrir sverð og langaði að prófa skylmingar. Þeir bræður byrjuðu því báðir að æfa en Ísak hætti svo í nokkur ár því hann var of ungur fyrir þessa íþrótt, hann er þó byrjaður að æfa aftur núna,“ segir Ásdís þegar blaðamaður heyrði nýverið hljóðið í henni og Daníel.

„Ég man þegar þeir voru nýbyrjaðir að æfa og ég hitti einn pabbann á æfingu. Við vorum að tala um hversu skemmtileg og flott íþrótt þetta væri fyrir krakkana. Þá sagði þessi pabbi við mig; „bíddu bara þar til þú þarft að fara að keyra með þá til Dublin á æfingar eða mót.“ Ég sagði honum að það væri nú ekki að fara að gerast, þetta væri bara svona smá áhugamál. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér og nú erum við búin að ferðast um alla Evrópu á mót og það er rétt að byrja,“ bætir hún við og hlær.

Sjá nánar í síðasta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir