Framhaldsskólakennarar samþykktu

Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Niðurstaðan var kynnt í dag. Gildistími samningsins er út mars á næsta ári. Á kjörskrá voru tæplega 1500 kennarar og stjórnendur og voru 69% þeirra fylgjandi en 29% andvígir. Tæplega 2% skiluðu auðum seðlum eða gerðu ógilt.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir