Draga framboðslista Betri byggðar til baka

Eggert Kjartansson á Hofsstöðum í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur sent yfirlýsingu fyrir hönd H-lista Betri byggðar: „Listinn Betri byggð bauð fram fyrst í síðustu kosningum og höfum við náð að gera margt fyrir okkar samfélag á kjörtímabilinu. Vildum við halda því góða verki áfram og buðum því fram lista í kosningunum núna. Þar sem það er mikið af góðu fólki í samfélaginu vorum við að vonast eftir því að það kæmi annar listi fram. Þar sem ekki kom fram annað framboð í sveitarfélaginu fyrir tilskilinn frest hefur listinn tekið þá ákvörðun að draga til baka framboð sitt og þar með verður persónukjör að nýju í Eyja- og Miklaholtshreppi.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fram á völlinn í Árbliki

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa boðað til kynningarfundar um verkefnið „Fram á völlinn“ sem kemur í kjölfar... Lesa meira