
Breyting á lista Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð
Einn frambjóðenda Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð, Guðmundur Karl Sigríðarson sem skipaði 5. sæti listans, dró framboð sitt til baka. Flokkurinn samþykkti nýjan lista og skilaði þannig inn til kjörstjórnar í Borargarbyggð. Fimmta sætið tók Kristín Frímannsdóttir grunnskólakennari í Borgarnesi. Nýr á listann kom svo Jón Freyr Jóhannsson háskólakennari á Bifröst sem er í 15. sæti.
Listinn eftir breytingar er því þannig:
- Magnús Smári Snorrason sveitarstjórnarfulltrúi Borgarnesi
- María Júlía Jónsdóttir hársnyrtimeistari Borgarnesi
- Logi Sigurðsson sauðfjárbóndi Steinahlíð Lundarreykjadal
- Margrét Vagnsdóttir sérfræðingur á fjármálasviði við háskólann á Bifröst
- Kristín Frímannsdóttir Grunnskólakennari Borgarnesi
- Jón Arnar Sigurþórsson varðstjóri Borgarnesi
- Sólveig Heiða Úlfsdóttir háskólanemi Borgarnesi
- Dagbjört Diljá Haraldsdóttir nemi við Mennntaskóla Borgarfjarðar
- Sölvi Gylfason kennari og knattspyrnuþjálfari Borgarnesi
- Inga Björk Bjarnadóttir baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks Borgarnesi
- Ívar Örn Reynisson framkvæmdastjóri Ferjubakka IV
- Haukur Valsson Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
- Guðrún Björk Friðriksdóttir viðskiptafræðingur og verkefnastjóri Háskólanum á Bifröst Skálpastöðum
- Jóhannes Stefánsson húsasmiður Ánabrekkku
- Jón Freyr Jóhannsson Háskólakennari Bifröst
- Ingigerður Jónsdóttir eftirlaunaþegi Borgarnesi
- Sveinn G Hálfdánarson fyrrverandi formaður Stéttarfélags Vesturlands Borgarnesi
- Geirlaug Jóhannsdóttir sveitastjórnarfulltrúi Borgarnesi.
-fréttatilkynning