H-listi – Hvalfjarðarlistinn kynnir framboð sitt

Hvalfjarðarlistinn mun bjóða fram í Hvalfjarðarsveit í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listanum hefur verið úthlutað listabókstafnum H. „Listann skipar fólk sem ber hag samfélagsins fyrir brjósti, er annt um umhverfið, sem vill jafna stöðu íbúa, auka skilvirkni í meðferð mála og bæta upplýsingastreymi til íbúa. Brynja Þorbjörnsdóttir viðskiptafræðingur MBA og sveitarstjórnarfulltrúi er oddviti listans. Annað sæti skipar Helgi Magnússon grunnskólakennari og þriðja sæti skipar Helga Jóna Björgvinsdóttir sjúkraliði og bóndi,“ segir í fréttatilkynningu.

Listinn í heild er þannig:

  1. Brynja Þorbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur MBA, Kalastöðum
  2. Helgi Magnússon, grunnskólakennari, Garðavöllum 2
  3. Helga Jóna Björgvinsdóttir, sjúkraliði og bóndi, Eystra-Miðfelli
  4. Sæmundur Rúnar Þorgeirsson, viðskiptafræðingur, Hlíðarbæ 2
  5. Inga María Sigurðardóttir, verkstjóri, Stóra-Lambhaga 5
  6. Elísabet Unnur Benediktsdóttir, starfsmaður félagsþjónustu, Eystra-Reyni
  7. Hlynur Eyjólfsson, verkamaður, Hlíð
  8. Sigurður Sverrir Jónsson, bílstjóri, Stóra-Lambhaga 4
  9. Jón S. Stefánsson, bifvélavirki, Hnúki.
Líkar þetta

Fleiri fréttir