Dagur nakins garðyrkjufólks tekinn alla leið

Laugardagurinn 5. maí er samkvæmt evrópskri ákvörðun sá dagur sem garðyrkjufólks gengur nakið til vinnu. Eins og gefur að skilja er ákvörðun um einmitt þennan dag á almanakinu tekin einhversstaðar í Suður-Evrópu, enda sér það hver heilvita maður að venjulegir Íslendingar veldi annan og hlýrri árstíma til að striplast svona. En það breytti ekki því að ekki var bannað að taka þátt. Í ljósi þess að ræktun jarðarberja hér á landi er að stórum hluta í gróðurhúsum var Kristjana Jónsdóttir garðyrkjubóndi í Sólbyrgi í Reykholtsdal að snyrta jarðarberjaplöntur þennan dag eins og ekkert hefði í skorist, fáklædd þó.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.