Þrír listar lagðir fram í Hvalfjarðarsveit

Á hádegi í dag rann út frestur til að skila inn framboðslistum vegna kosninga til sveitarstjórna. Í Hvalfjarðarsveit var kosið persónukjöri fyrir fjórum árum en svo verður ekki nú. Að sögn Jóns Hauks Haukssonar formanns kjörstjórnar bárust þrír framboðslistar. Kjörstjórn mun síðar í dag yfirfara listana og staðfesta lögmæti þeirra og mun á morgun klukkan 11.30 halda fund og kynna niðurstöðu sína. Listarnir sem bárust kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit voru: Á-listi Áfram, H-listi Hvalfjarðarlistinn og Í-listi Íbúalistinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir