Snjókomubakki fer yfir vestanvert landið í nótt

Til morguns er spáð kalsasamri veðrátta með snjó- og slydduhryðjum um allt vestanvert landið. Spáð er enn einum snjókomubakkanum úr suðvestri. Með honum mun snjóa á fjallvegum seint í nótt og með suðvestan 13-18 m/s vindi.  Á láglendi verður víðast krapi og ekki hægt að útiloka snjó og hálku í morgunsárið, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá segir að nú sé víðast hvar greiðfært á láglendi á Vesturlandi en vetraraðstæður á fjallvegum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir