Persónukjör að nýju í Reykhólahreppi

Í Reykhólahreppi barst kjörstjórn enginn framboðslisti vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí næstkomandi. Það þýðir að persónukjör verður viðhaft líkt og í undanförnum kosningum í sveitarfélaginu. Á vef Reykhólahrepps kemur fram að þrír sveitarstjórnarmenn hafa skorast undan endurkjöri. Það eru þau Vilberg Þráinsson Hríshóli, Áslaug B. Guttormsdóttir Mávavatni og Sandra Rún Björnsdóttir Reykhólum. Einnig gefur Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum ekki kost á sér, en hann var búinn að sitja þrjú kjörtímabil samfleytt fyrir síðustu kosningar, og getur því skorast undan að taka kjöri jafn lengi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira