Opna kosningaskrifstofu í dag

„Framsókn og frjálsir á Akranesi munu opna kosningaskrifstofu sína að Kirkjubraut 54 – 56 í dag, laugardaginn 5. maí frá klukkan 16 – 18,“ segir í tilkynningu frá framboðinu. „Formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mætir á svæðið. Því er tilvalið fyrir Skagamenn að mæta og ræða brýnar samgöngubætur við ráðherrann. Frambjóðendur Framsóknar og frjálsra verða sjálfsögðu á staðnum,“ segir í tilkynningunni. Kökur, kaffi og ís verður í boði og Madre Mía flytur nokkur lög.

Líkar þetta

Fleiri fréttir