Miðflokkurinn kynnir framboðslista á Akranesi

Miðflokkurinn hefur birt framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akranesi 26. maí næstkomandi. Helga K. Jónsdóttir vélsmiður mun leiða lista flokksins. Í öðru sæti er Rúnar Ólason framkvæmdastjóri og þriðja sæti skipar Steinþór Árnason veitingamaður. Í tilkynningu frá framboðinu segir að málefnaáherslur flokksins verði kynntar á næstu dögum.

Listinn í heild sinni er eftirfarandi:

 1. Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður.
 2. Rúnar Ólason, framkvæmdastjóri
 3. Steinþór Árnason, veitingamaður
 4. Hörður Svavarsson, rafvirkjameistari
 5. Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir, innkaupastjóri
 6. Íris Baldvinsdóttir, kennari
 7. Lárus Jóhann Guðjónsson, málari
 8. Krystyna Jabloszewa, fiskverkakona
 9. Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri
 10. Hallbjörn Líndal Viktorsson, rafvirki
 11. Ásgeir Einarsson, kafari
 12. Svavar Sigurðsson, starfsmaður hjá Norðuráli
 13. Örn Már Guðjónsson, bakari
 14. Jón Andri Björnsson, verslunarmaður
 15. Gunnar Þór Heiðarsson, hafnarverndarfulltrúi
 16. Oddur Gíslason, sjómaður
 17. Bergþór Ólason, alþingismaður.
Líkar þetta

Fleiri fréttir