
Miðflokkurinn kynnir framboðslista á Akranesi
Miðflokkurinn hefur birt framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akranesi 26. maí næstkomandi. Helga K. Jónsdóttir vélsmiður mun leiða lista flokksins. Í öðru sæti er Rúnar Ólason framkvæmdastjóri og þriðja sæti skipar Steinþór Árnason veitingamaður. Í tilkynningu frá framboðinu segir að málefnaáherslur flokksins verði kynntar á næstu dögum.
Listinn í heild sinni er eftirfarandi:
- Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður.
- Rúnar Ólason, framkvæmdastjóri
- Steinþór Árnason, veitingamaður
- Hörður Svavarsson, rafvirkjameistari
- Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir, innkaupastjóri
- Íris Baldvinsdóttir, kennari
- Lárus Jóhann Guðjónsson, málari
- Krystyna Jabloszewa, fiskverkakona
- Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri
- Hallbjörn Líndal Viktorsson, rafvirki
- Ásgeir Einarsson, kafari
- Svavar Sigurðsson, starfsmaður hjá Norðuráli
- Örn Már Guðjónsson, bakari
- Jón Andri Björnsson, verslunarmaður
- Gunnar Þór Heiðarsson, hafnarverndarfulltrúi
- Oddur Gíslason, sjómaður
- Bergþór Ólason, alþingismaður.