Íbúalistinn býður fram í Hvalfjarðarsveit

Íbúalistinn, sem fengið hefur listabókstafinn Í, var lagður fram til kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit í dag og býður fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Ragna Ívarsdóttir leiðbeinandi á Lækjarmel er oddviti listans, Atli Halldórsson sauðfjárbóndi skipar annað sæti og Sunneva Hlín Skúladóttir þriðja.

Í heild er listinn þannig:

 1. Ragna Ívarsdóttir, leiðbeinandi, Lækjarmel 6
 2. Atli Halldórsson sauðfjárbóndi, Neðra-Skarði
 3. Sunneva Hlín Skúladóttir skólaliði, Geitabergi
 4. Örn Egilsson rafvirki, Lækjarmel 1
 5. Elín Ósk Gunnarsdóttir búfræðingur, Belgsholti 1
 6. Marteinn Njálsson bóndi, Vestri-Leirárgörðum
 7. Hafsteinn Sverrisson viðskiptalögfræðingur, Hlíðarbæ 14
 8. Jóhanna G. Harðardóttir Kjalnesingagoði, Hlésey
 9. Hreinn Gunnarsson iðnverkamaður, Hagamel 16
 10. Maria Milagros Casanova Suarez þerna, Hlaðbúð
 11. Ingibjörg María Halldórsdóttir viðskiptafræðingur, Vestri-Leirárgörðum
 12. Birgitta Guðnadóttir húsmóðir, Hlíðarfæti
 13. Magnús Ólafsson eldri borgari, Hagamel 13
 14. Eyjólfur Jónsson sjálfstætt starfandi, Hlíð.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir