Frá safnasvæðinu í Görðum á Akranesi, en annar hæstu styrkjanna kom í hlut Byggðasafnsins í Görðum vegna nýrrar grunnsýningar.

Söfn á Vesturlandi fengu styrk úr Safnasjóði

Nýverið var boðið til fagnaðar með safnafólki í Listasafni Reykjavíkur vegna aðalúthlutunar Safnasjóðs. Að fenginni umsögn safnaráðs hefur mennta- og menningarmálaráðherra úthlutað tæpum 115 milljónum úr sjóðnum fyrir árið 2018. Þar af var tæpri 91 milljón úthlutað í verkefnastyrki til 88 verkefna. Alls bárust 146 umsóknir um verkefnastyrki og veittir styrkir voru á bilinu 200 þús. krónur til þrjár milljónir króna. Annar hæstu styrkjanna veittist Byggðasafninu í Görðum á Akranesi vegna nýrrar grunnsýningar, sem einmitt var sagt ítarlega frá í síðasta Skessuhorni.

Verkefnastyrkir vegna verkefna í söfnum á Vesturlandi eru eftirfarandi:

 

Safn Verkefni Styrkupphæð
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla Sýning um tengsl Jóns Sigurðssonar við Stykkishólm og framfarir í Stykkishólmi í aðdraganda fullveldis 500 þúsund krónur
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla Svona voru jólin 500 þúsund krónur
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla Skotthúfan 2018 550 þúsund krónur
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla Ljósmyndun gripa og átak í skráningu 1 milljón króna
Byggðasafnið í Görðum, Akranesi Ný grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum – Fasi 2 3 milljónir króna

 

Af þeim tæpu 115 milljónum sem úthlutað var úr Safnasjóði var 24 milljónum veitt í rekstrarstyrki 35 safna um allt land. Fimm söfn á Vesturlandi fengu úthlutað rekstrarstyrkjum. Þau eru eftirfarandi:

 

Safn Styrkupphæð
Byggðasafn Borgarfjarðar 600 þúsund krónur
Byggðasafn Dalamanna 600 þúsund krónur
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla 700 þúsund krónur
Byggðasafnið í Görðum, Akranesi 800 þúsund krónur
Landbúnaðarsafn Íslands, Hvanneyri 650 þúsund krónur

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir