Minnisvarðinn afhjúpaður.

Slysavarnadeildin Sumargjöf sjötíu ára

Slysavarnadeildin Sumargjöf var stofnuð 22. apríl 1948 og hélt upp á 70 ára afmæli sitt á sumardaginn fyrsta. Haldið var upp á daginn með veislu í Mettubúð og komu um 90 manns og þáðu kaffiveitingar í tilefni dagsins. Afhjúpaður var minnisvarði um Mettu Kristjánsdóttur við Mettubúð sem var húsnæði slysavarnadeildarinnar og björgunarsveitarinnar Sæbjargar áður en Björgunarstöðin Von í Rifi var tekin í notkun. Á koparskildi sem er á minnisvarðanum er einnig texti um upphaf á byggingu Mettubúðar sem var mikill áfangi í sögu slysavaranadeildarinnar Sumargjafar og björgunarsveitarinnar Sæbjargar. Það voru þær Jenný Guðmundsdóttir, Björg Lára Jónsdóttir og Guðrún Alexandersdóttir sem afhjúpuðu minnisvarðan.

Sumargjöf bárust gjafir á afmælisdaginn og barst peningaupphæð til minningar um Mettu Jónsdóttur í Geirakoti, frá Ólöfu Gísladóttur. Emanúel Ragnarsson færði deildinni einnig peningaupphæði í tilefni dagsins. Þá gaf Sumargjöf gaf út blað í tilefni afmælisins og kom það út á dögunum. Þar er fjallað um sögu deildarinnar ásamt fleiru skemmtilegu og myndum úr starfi hennar. Þennan sama dag héldu slysavarnakonur sinn árlega kökubasar sem fyrir löngu er búinn að festa sig í sessi og seldist allt á basarnum sem konur höfðu bakað og buðu til sölu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.