Samþykktu J listann í Snæfellsbæ

Á fjölmennum fundi J- listans, bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar, sem haldinn var í Klifi í gærkvöldi var tilkynnt um framboð í komandi sveitastjórnarkosningum. Var listinn einróma samþykktur. Sex af þeim sem voru síðast á J listanum gáfu aftur kost á sér. Það eru þau Kristján Þórðarson, Marta Pétursdóttir, Drífa Skúladóttir, Guðmundur Ólafsson, Fríða Sveinsdóttir og Svandís Jóna Sigurðardóttir. Kristján var oddviti listans og búinn að vera í bæjarsjórn í 16 ár. Hann skipar nú heiðurssætið. Þær Fríða og Svandís eru báðar fulltrúar í bæjarstjórn en Svandís kom inn sem aðalfulltrúi í bæjarsjórn snemma árs 2015 og tekur nú við oddvitasæti listans fyrir komandi kosningar.

 

Listann skipa:

 1. Svandís Jóna Sigurðardóttir, kennari
 2. Michael Gluszuk, rafvirkjameistari
 3. Fríða Sveinsdóttir, bókasafnsvörður
 4. Eggert Arnar Bjarnason, sjómaður
 5. Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi og kennari
 6. Ása Gunnarsdóttir, kennaranemi
 7. Monika Cecylia kapanke, túlkur
 8. Guðmundur Ólafsson, verkstjóri
 9. Drífa Skúladóttir, verslunarkona
 10. Adam Geir Gústafsson, sjómaður
 11. Óskar Þór Þórðarsson, matreiðslumaður
 12. Marta Pétursdóttir, sjúkraliðanemi
 13. Þórunn Káradóttir, leikskólaliði
 14. Kristján Þórðarson, bóndi.
Líkar þetta

Fleiri fréttir