
Samþykktu J listann í Snæfellsbæ
Á fjölmennum fundi J- listans, bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar, sem haldinn var í Klifi í gærkvöldi var tilkynnt um framboð í komandi sveitastjórnarkosningum. Var listinn einróma samþykktur. Sex af þeim sem voru síðast á J listanum gáfu aftur kost á sér. Það eru þau Kristján Þórðarson, Marta Pétursdóttir, Drífa Skúladóttir, Guðmundur Ólafsson, Fríða Sveinsdóttir og Svandís Jóna Sigurðardóttir. Kristján var oddviti listans og búinn að vera í bæjarsjórn í 16 ár. Hann skipar nú heiðurssætið. Þær Fríða og Svandís eru báðar fulltrúar í bæjarstjórn en Svandís kom inn sem aðalfulltrúi í bæjarsjórn snemma árs 2015 og tekur nú við oddvitasæti listans fyrir komandi kosningar.
Listann skipa:
- Svandís Jóna Sigurðardóttir, kennari
- Michael Gluszuk, rafvirkjameistari
- Fríða Sveinsdóttir, bókasafnsvörður
- Eggert Arnar Bjarnason, sjómaður
- Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi og kennari
- Ása Gunnarsdóttir, kennaranemi
- Monika Cecylia kapanke, túlkur
- Guðmundur Ólafsson, verkstjóri
- Drífa Skúladóttir, verslunarkona
- Adam Geir Gústafsson, sjómaður
- Óskar Þór Þórðarsson, matreiðslumaður
- Marta Pétursdóttir, sjúkraliðanemi
- Þórunn Káradóttir, leikskólaliði
- Kristján Þórðarson, bóndi.