Tjaldsvæðið í Kalmansvík. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Fimm buðu í rekstur tjaldsvæðis

Akraneskaupstaður hefur opnað tilboð í rekstur tjaldvæðis við Kalmansvík á Akranesi árin 2018 – 2020. Fimm tilboð, frá 800.000 til 2.621.000 krónum, bárust og var samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisráðs í gær að ganga til viðræðna við hæstbjóðanda, Ástu Ósk Sigurðardóttur, á grundvelli tilboðsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir