Á myndinni eru f.v. Sigurlaug R Sævarsdóttir, Ásthildur Erlingsdóttir, Ketilbjörn Benediktsson, Hólmfríður Hildimundardóttir og Erna Sigurðardóttir

Lions afhendir Björgunarsveitinni Klakki veglegan styrk

Lionsklúbbur Grundarfjarðar afhenti Björgunarsveitinni Klakki ágóðan af kútmagakvöldinu sem klúbburinn hélt í vetur. Upphaflega var ætlunin að sveitin fjárfesti í hjartastuðtæki sem hægt væri að nota í útköllum en ágóðinn af kútmagakvöldinu var vel rúmlega yfir því markmiði og mun nýtast til tækjakaupa. Alls var upphæðin 1.050.381 kr. og veitti Ketilbjörn Benediktsson, formaður Klakks, honum viðtöku á fundi Lionsklúbbs Grundarfjarðar miðvikudaginn 25. apríl síðastliðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir