Karlakórinn Kári með tónleika

Það er nóg framundan hjá Karlakórnum Kára á þessu tíu ára afmælisári. Laugardaginn 5. maí verða vortónleikar í Grundarfjarðarkirkju en sérstakir gestir þar verður Grundartangakórinn undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Kórarnir munu syngja saman og í sitthvoru lagi skemmtileg dægurlög og lofa góðri skemmtun. Svo mun kórinn halda veglega tónleika sunnudaginn 13. maí í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þar munu stórsöngvararnir Elmar Gilbertsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson koma fram með kórnum og ætti enginn tónlistarunnandi að láta þetta fram hjá sér fara.

Líkar þetta

Fleiri fréttir