Suðurveggur efnisgeymslunnar er óðum að hverfa. Ljósm. mm.

Efnisgeymslan að hverfa

Íbúar á Akranesi urðu margir hverjir varir við nokkurn hávaða og drunur fyrr í dag. Bárust þær frá Sementsverksmiðjunni, þar sem starfsmenn fyrirtækisins Work North ehf. vinna að niðurrifi bygginga og búnaðar. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að rífa efnisgeymslu verksmiðjunnar. Hefur Faxabraut verið lokuð frá 13. apríl vegna þessa.

Ekki er annað að merkja en að verkið sækist vel. Hefur ásýnd efnisgeymslunnar breyst töluvert mikið frá því fyrir örfáum dögum síðan og suðurhliðin er óðum að hverfa eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var um kl. 14:30 í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir