Vann fyrsta Svartfuglinn

Um miðja síðustu viku kom út bók þar sem sögusviðið er Akranes og Vesturland. Höfundur bókarinnar, Marrið í stiganum, er Eva Björg Ægisdóttir sem er fædd og uppalin á Akranesi. Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu Bjargar og hlaut verðlaunin Svartfuglinn. Svartfuglinn er verðlaun sem spennusagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson komu á fót í samvinnu við útgáfufyrirtæki sitt, Veröld. Eva Björg er með fjögurra vikna gamla dóttur sína í fanginu á meðan hún spjallar við blaðamann Skessuhorns. Sú litla kippir sér lítið upp við spjallið, heldur steinsefur. „Það er mikill heiður að vinna þessi verðlaun,“ segir Eva. „Þetta er mikill stökkpallur fyrir mig, bæði að fá þennan stimpil á bókina og að fá umboðsmann úti.“

Sjá ítarlegt viðtal við Evu Björg í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir