Töltgrúbban frumsýndu nýverið fyrsta atriði sitt

Hópur hestakvenna á Vesturlandi hefur nú tekið sig saman og stofnað töltgrúbbu þar sem konurnar æfa saman undir handleiðslu Ragnheiðar Samúelsdóttur reiðkennara. Aðal áherslan innan grúbbunnar er að hittast og hafa gaman saman og svo geta þær sem vilja tekið þátt í að sýna hóptölt á ýmsum viðburðum hestamanna á Vesturlandi. Þrátt fyrir að grúbban hafi aðeins verið til í tæpan mánuð hafa konurnar þegar sýnt á tveimur sýningum, annars vegar á Skeifudeginum á Mið-Fossum og hins vegar á Vesturlandssýningunni í Faxaborg. „Við hittumst fyrst á námskeiði hjá Ragnheiði helgina 6.-8. apríl og stukkum eiginlega strax út í djúpu laugina og fórum að sýna. Fyrir sýningarnar vorum við aðeins búnar að æfa saman fimm sinnum,“ segir Harpa Sigríður Magnúsdóttir einn af stofnendum grúbbunnar í samtali við Skessuhorn.

Rætt er við Hörpu Sigríði í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir