Opnuðu kosningaskrifstofu í Borgarbyggð

Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarbyggð opnaði kosningaskrifstofu að Borgarbraut 61 í Borgarnesi síðastliðinn sunnudag. Að sögn Lilju Bjargar Ágústsdóttur oddvita framboðslistans var góð stemning, fín mæting og jákvæðni í loftinu. Á meðfylgjandi mynd eru þær Silja Eyrún Steingrímsdóttir sem skipar annað sætið, Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ráðherra og Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir