Arnaldur Máni Finnsson. Ljósm. ruv.is

Arnaldur Máni ráðinn prestur á Staðarstað

Biskup Íslands hefur skipað Arnald Mána Finnsson cand.theol. í embætti sóknarprests í Staðastaðarprestakalli á Snæfellsnesi til næstu fimm ára. Fimm umsækjendur voru um stöðuna, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. „Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins,“ segir í tilkynningu frá Biskupsstofu.

Arnaldur Máni var einn átta umsækjenda um stöðu sóknarprests á Staðarstað þegar staðan var auglýst 2013, en þá var eins og kunnugt er var Páll Ágúst Ólafsson ráðinn í kjölfar kosningar. Arnaldur Máni lauk kandídatsprófi í febrúar 2013 en starfaði meðfram námi að málefnum heimilislausra og utangarðsfólks í Reykjavík fyrir Reykjavíkurborg. Auk þess sinnti hann fermingar- og æskulýðsfræðslu Fríkirkjunnar í Reykjavík. Síðan námi lauk hefur hann starfað sem blaðamaður og sjómaður auk þess að vinna við menningartengd verkefni. Kandídatsritgerð Arnaldar, „Frelsi Krists í frjálsum manni“ fjallar um skáldmunkinn Thomas Merton og hefðir kristinnar íhugunar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira