Svipmynd frá einu af fyrrum mótum. Mælt og metið. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Vesturlandsmót í boccia verður spilað í Grundarfirði

Vesturlandsmót í boccía fer fram laugardaginn 12. maí næstkomandi í Grundarfirði. Mótið hefst klukkan 12 og fer fram í íþróttahúsi staðarins. Keppt verður í fjórum, fjögurra liða riðlum, alls sextán lið. Þátttökutilkynningar berist á netfangið flemmingj@simnet fyrir 4. maí næstkomandi.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir