Mercedes-Benz í hringferð um landið

Mercedes-Benz heldur í hringferð um landið í maí og mun kynna úrval fólks- og atvinnubíla frá þýska lúxusbílaframleiðandanum á landsbyggðinni. Lestin kemur á Akranes við Bílás á morgun 1. maí og verður 2. maí við Kjörbúðina í Grundarfirði. Í báðum tilfellum er kynningin frá kl. 12-16.

,,Við gerum víðreist í maí og bjóðum íbúum á landsbyggðinni að kynnast fjölbreyttum flota fólks- og atvinnubíla Mercedes-Benz. Til sýnis verða m.a. 35″ breyttur X-Class, jepparnir GLS, GLE, GLC og GLA, auk hins sportlega CLA. Þá verðum við með V-Class og hinn dugmikla Vito atvinnubíl, sem báðir eru fjórhjóladrifnir. Þannig að þetta er nokkuð fjölbreytt flóra sem við ætlum að fara með um landið,“ segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Bílaumboðinu Öskju.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira