Knútur Haukstein Ólafsson, kvikmyndagerðarmaður á Akranesi, þakkar fyrir sig á kvikmyndahátíðinni.

Verðlaunaður fyrir bestu klippingu tónlistarmyndbands

Kvikmyndahátíðin WideScreen Film & Music Video Festval fór fram í Miami í Flórídafylki í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Á hátíðinni fékk Knútur Haukstein Ólafsson, kvikmyndagerðarmaður á Akranesi, verðlaun fyrir bestu klippingu á tónlistarmyndbandi. Verðlaunin hlaut hann fyrir myndband við lagið Hope með íslensku hljómsveitinni Major Pink, en Knútur leikstýrði einmitt því myndbandi.

Knútur var að vonum hinn ánægðasti og í ræðu sem hann flutti við þetta tækifæri þakkaði hann og sagðist deila verðlaununum með samverkamönnum sínum við klippingu myndbandsins. Þeir ættu jafnmikið í verðlaununum og hann sjálfur.

Þess má til gamans geta að myndbandið við lagið Hope hefur um þrjú þúsund áhorf á YouTube myndbandaveitunni og kostaði að sögn Knúts innan við 15 þúsund krónur að búa til. Á hátíðinni sigraði það meðal annars myndband sem hefur yfir tvær og hálfa milljón áhorfa á YouTube og kostaði margfalt meira í framleiðslu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir