Næsta blað verður prentað á mánudaginn

Hátíðis- og baráttudagur verkalýðsins er næstkomandi þriðjudag, 1. maí. Þann dag verður að sjálfsögðu lokað á skrifstofu Skessuhorns. Af þeim sökum verður blað næstu viku prentað á mánudagskvöldið. Þarf því allt efni og auglýsingar í það að hafa borist í síðasta lagi á hádegi á mánudegi, helst fyrr. Bendum við á símanúmerið 433-5500 og netfangið skessuhorn@skessuhorn.is Blaðinu verður síðan dreift eins og venjulega í bítið á miðvikudagsmorgni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir