Hatturinn tekinn ofan

Í morgun var þak gamla heitavatnstanksins ofan við Akranes híft af í heilu lagi. Fenginn var öflugur krani úr Reykjavík til verksins, enda stálþakið alls 29 tonn að þyngd. Unnið er við hreinsun og lagfæringar á tankinum og hann hækkaður um einn metra áður en nýtt þak verður sett á tankinn. Það eru Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem hafa umsjón með verkinu, en verktaki er Spöng ehf.

Ítarlega verður greint frá þessu og öðrum framkvæmdum Veitna í næsta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir