Hátíðardagskrá á Vesturlandi á 1. maí

Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí er næstkomandi þriðjudag. Í Skessuhorni vikunnar eru birtar auglýsingar um nokkra þá viðburði sem framundan er í landshlutanum, sbr. meðfylgjandi:

Á Akranesi verður safnast saman við Kirkjubraut 40 kl. 14:00 og genginn hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40. Fundarstjóri og ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson, kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög og kaffiveitingar verða í boði. Frítt er í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00.

Á Hótel Stykkishólmi hefst dagskrá kl.13:30. Kynnir verðu Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS. Ræðumaður er Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, tónlistaratrið koma frá Tónlistarskóla Stykkishólms, rappararnir Jói P og Króli skemmta og kaffiveitingar verða íboði.

Í Grundarfirði hefst dagskrá klukkan kl.14:30 í Samkomuhúsinu. Kynnir verður Garðar Svansson stjórnarmaður SFR og ræðumaður dagsins Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. Tónlistaatriði verða frá Tónlistaskóla Grundarfjarðar, rappararnir Jói P og Króli skemmta og kaffiveitingar að hætti Gleym- mér- ei.

Í Snæfellsbæ hefst dagskrá í félagsheimilinu  Klifi kl.15:30. Kynnir verðu Samúel J Samúelsson, ræðumaður Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS og tónlistaratriði verða frá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar. Rappararnir Jói P og Króli skemmta, kaffiveitingar að hætti eldri borgara og þá verður sýning á þeirra vegum einnig. Bíósýning verður í boð.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir