Á góðri stund. F.v. Valgerður Halldórsdóttir, verkefnastjóri nýrrar grunnsýningar, Sara Hjördís Blöndal, útlitshönnuður sýningarinnar og Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar- og safnamála á Akranesi.

Skerpa frásögnina og breyta framsetningunni á nýrri grunnsýningu

Byggðasafnið í Görðum á Akranesi fagnar 60 ára afmæli á næsta ári, nánar til tekið í desember 2019. Af því tilefni stendur nú yfir vinna við nýja grunnsýningu safnsins. Með nýrri grunnsýningu er ætlunin að skapa safninu sess sem metnaðarfullu og faglegu byggðasafni sem áhugavert og fróðlegt verður að heimsækja. Sýningunni er ætlað að endurspegla skarpari áherslur safnsins, að auka gestafjölda og laða að fjölbreyttari hóp gesta. Meðfram því verður hugað að því að bæta aðgengi allra hópa að Byggðasafninu. Valgerður Halldórsdóttir er verkefnastjóri nýrrar grunnsýningar en útlitshönnuður er Sara Hjördís Blöndal. Skessuhorn ræddi við þær Valgerði og Söru um nýju sýninguna, sem stefnt er að því að opna í desember 2019. „Þetta er mjög metnaðarfullt verkefni þar sem öll grunnsýningin er hugsuð upp á nýtt.“ segir Sara. „Sýningin hefur lítið breyst frá því hún var flutt í þetta hús árið 1985. Á þeim tíma hefur sýningargerð í safnastarfi tekið miklum breytingum með aukinni tækni, fjölbreyttari flóru gesta, breyttum kröfum og fleiru. Allt hefur þetta keðjuverkandi áhrif hvert á annað. Það var einfaldlega kominn tími á endurnýjun,“ segir Valgerður.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir