Skarð komið í efnisgeymsluna

Fyrirtækið Work North ehf. sem annast niðurrif hluta mannvirkja Sementsverksmiðjunnar á Akranesi er nú búið að rjúfa skarð í efnisgeymsluna sem nú er í niðurrifi. Verkið er unnið frá Faxabraut og er gatan því lokuð allri umferð næstu dagana. Athygli er vakin á að meiri þungaflutningar fara nú af þessum sökum um aðrar götur í bænum, svo sem um Suðurgötu og Skagabraut. Til dæmis standa nú yfir flutningar á áburði sem skipað var á land fyrr í þessum mánuði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir