
Samþykktu frumvarp um breytingu á strandveiðum
Alþingi samþykkti í dag breytingarfrumvarp um fyrirkomulag strandveiða. Meðal helstu breytinga nú er að veiðar verða leyfðar í 12 daga í senn í hverjum mánuði og geta veiðimenn þá róið þegar vel viðrar til veiðanna. Með breytingunni er reynt að koma í veg fyrir svokallaðar ólympískar veiðar sem taldar voru stefna öryggi sjómanna í hættu. Þá eru sett inn skilyrði um heimilisfesti sjómanna til að þeir sæki ekki allir inn á sama strandveiðisvæðið. Þverpólitísk samstaða náðist um breytingarnar, að sögn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur alþingismanns VG og formanns atvinnuveganefndar. Í aðsendri grein hér á vefnum útskýrir Lilja Rafney jafnframt það sem í frumvarpinu felst.
Sjá grein Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur