Lárus Ástmar og Ragnar Már skipa tvö efstu sæti listans. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

L listi félagshyggjufólks í Stykkishólmi

Kynntur hefur verið til leiks framboðslisti félagshyggjufólks í Stykkishólmi fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar; L-listi. Tvö efstu sæti listans skipa sitjandi bæjarfulltrúar L-listans, sem báðir höfðu lýst því yfir í vetur að þeir ætluðu ekki að gefa kost á sér til framboðs í vor, þeir Lárus Ástmar Hannesson hestamaður og grunnskólakennari og Ragnar Már Ragnarsson byggingfræðingur. Nú hefur þeim því snúist hugur og mæta tvíefldir til leiks. „Því miður var ekki grundvöllur fyrir persónukjöri líkt og við höfðum vonast til og bjóðum við því fram lista í fjórða sinn. L-listinn er og hefur verið mjög ábyrgt og málefnalegt bæjarmálafélag sem hefur haft á að skipa góðum frambjóðendum,“ segir m.a. í tilkynningu sem stjórn L-listans birti í síðasta tölublaði Stykkishólmspóstsins.

Listinn í heild sinni er þannig:

 

 1. Lárus Ástmar Hannesson, grunnskólakennari
 2. Ragnar Már Ragnarsson, byggingafræðingur
 3. Magda Kulinska, matreiðslumaður
 4. Ingveldur Eyþórsdóttir, félagsráðgjafi
 5. Steindór H Þorsteinsson, rafvirki
 6. Herdís Teitsdóttir, aðstoðarhótelsstjóri
 7. Jón Einar Jónsson, líffræðingur
 8. Guðrún Erna Magnúsdóttir, kennari/atvinnurekandi
 9. Baldur Þorleifsson, húsasmíðameistari
 10. Sigríður Sóldal, stuðningsfulltrúi
 11. Alex Páll Ólafsson, stýrimaður
 12. Helga Guðmundsdóttir, fiskvinnslukona
 13. Guðmundur Lárusson, fv. skipstjóri
 14. Dagbjört Höskuldsdóttir, fv. kaupmaður
Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.